Hagnýtar upplýsingar

Opnunartími skólans

Opnunartími skólans er frá 8:00 - 16:30

Skrifstofa

Skrifstofa Dalskóla er opin frá 8:00-14:00 alla daga nema föstudaga þá er opið til 13:00.

Nesti

Nemendur koma með hollt og gott nesti að heima til þess að snæða í kringum fyrstu frímínútur. Ekki má koma með neitt sem inniheldur hnetur vegna ofnæmis í skólanum. 

Boðið er upp á hafragraut í skólanum áður en skóli hefst á morgnana og í fyrstu frímínútum fyrir unglinga.

Íþróttir og sund

Nemendur koma með íþróttaföt sem gott er að hreyfa sig í og sundföt.
Nemendur í 5.-10. bekk eiga að vera í íþróttaskóm í íþróttatímum.

Íþróttir eru tvisvar sinnum í viku og sund einu sinni í viku þar til að nemandi hefur lokið grunnskólaprófi í sundi.

 

Símanotkun

Dalskóli er símalaus í 1.-7. bekk.

Unglingadeild má vera í símanum sínum á efri hæð skólans eftir hádegi.

Einungis má nota síma í kennslustund með leyfi kennara.

Undanþága frá skólasókn

Þarft þú að sækja um leyfi fyrir nemanda í Dalskóla? Hér getur þú sótt umsóknareyðublað til þess.

Rafræn vöktun

Í Dalskóla má finna eftirlitsmyndavélar utandyra og á göngum skólans. Menningarmiðstöð, ásamt sundlaug og íþróttahúsi Fram er í tengslum við Dalskóla, svo innangengt er á milli og ákveðin hætta á því að þangað rati óboðnir gestir auk atvika sem þyrfti að skoða. Vöktun sem þessi er alltaf í þágu öryggis og eignavörslu. Persónuvernd gaf út nýjar reglur um rafræna vöktun nr. 50/2023. Helstu breytingar sem fylgdu þeim reglum var að vistunartími myndefnis var styttur úr 90 dögum í 30 daga.