Skólasetning Dalskóla 2025

Skólasetning Dalskóla fyrir 2.-10.bekk verður föstudaginn 22.ágúst í íþróttasal Fram klukkan 11:00. Eftir setningu fara börnin með umsjónarkennurum sínum í sínar bekkjarstofur þar sem þau fá afhenta stundatöflu og farið yfir helstu atriði skólabyrjunar. 

Skólasetning hjá 1.bekk verður sama dag frá klukkan 9:00-10:30 í hátíðarsal skólans, Miðgarði. 

Nýir Dalskólanemendur verða sérstaklega boðaðir í heimsókn í vikunni fyrir skólasetningu.

Hafið það gott í sumar!

Starfsfólk Dalskóla