Hrekkjavaka í Dalskóla í fyrsta sinn
Á ár var hrekkjavakan haldin hátíðleg í fyrsta sinn í Dalskóla.
Hrekkjavaka
Hrekkjavakan var haldin í fyrsta sinn í Dalskóla í dag, 31.október. Þau börn sem vildu mættu í búningum og búið var að skreyta matsalinn okkar með hryllilegu skrauti. Matseðillinn var ekki af verri endanum, steiktir puttar í grænni heilastöppu með blóðsósu. 7. bekkur sá um draugahús og stóðu sig mjög vel við að skelfa börn skólans. Í 1. og 2. bekk mætti spákona í hús og spáði fyrir börnum.
Dagurinn gekk mjög vel fyrir sig og almenn ánægja með daginn.